RannMennt
Rannsóknarstofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti
Meginmarkmið rannsóknarstofunnar er að skapa vettvang fyrir hóp fræðimanna sem stundar
gagnrýnar rannsóknir (e. critical education research) á sviðum er varða menntastefnufræði og
félagsfræði menntunar og rýna í samspil fjölmenningarfræða, kynjafræða,
hinseginfræða og fötlunarfræða í tengslum við félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun. Markmið stofunnar er að efla menntarannsóknir á Íslandi á breiðum grunni; miðla þekkingu, efla umræðu, valdefla fagfólk og hagsmunaaðila og skapa verðandi fræðimönnum, meðal annars meistara- og doktorsnemum, vettvang fyrir þátttöku í gagnrýnum menntarannsóknum.
Meginviðfangsefnin í rannsóknum eru félagslegt réttlæti í menntun, menntastefnur í alþjóðlegu samhengi,
áhrif markaðs- og alþjóðavæðingar og inngildandi menntunar (inclusive education) á stefnumótun,
uppeldi og skólastarf. Stofan er vettvangur fyrir og tekur þátt í umræðu sem varða þessi viðfangsefni.
Í rannsóknum er lögð er áhersla á að skoða samtvinnun stéttar, kyngervis, kynhneigðar, uppruna, fötlunar og aldurs á valdatengsl og félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.
Þemu

Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit proin condimentum.

Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit proin condimentum.

Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit proin condimentum.
Menntakvika 2022
Vekjum athygli á þremur málstofum á MENNTAKVIKA 2022 á vegum rannsóknarstofunnar. Allar...
Lesa meira