Um okkur

RannMennt er rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti.

Meginmarkmið rannsóknarstofunnar er að skapa vettvang fyrir hóp fræðimanna sem stundar gagnrýnar rannsóknir (e. critical education research) á sviðum er varða:

 • menntastefnufræði
 • félagsfræði menntunar
 • félagslega landfræði
 • samspil fjölmenningarfræða
 • kynjafræða
 • hinseginfræða
 • fötlunarfræða

í tengslum við félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.

Lögð er áhersla á að skoða áhrif samtvinnunar ólíkra þátta, svo sem stéttar, kyngervis, kynhneigðar, uppruna og fötlunar á valdatengsl og félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.

Kortlagning stéttar á íslenskum menntavettvangi er eitt af aðkallandi viðfangsefnum stofunnar þar sem því hefur lítið sem ekkert verið sinnt í íslenskum rannsóknum fram að þessu.  Aðrar megináherslur í rannsóknum eru félagslegt réttlæti í menntun, menntastefnur í alþjóðlegu samhengi, áhrif markaðs- og alþjóðavæðingar og inngildandi menntunar (inclusive education) á stefnumótun, uppeldi og skólastarf. Stofan er vettvangur fyrir og tekur þátt í umræðu sem varða þessi viðfangsefni.

Markmið stofunnar er að móta nýtt fræðasvið í menntarannsóknum á Íslandi á breiðum grunni; miðla þekkingu, efla umræðu, valdefla fagfólk og hagsmunaaðila á vettvangi menntunar, og skapa verðandi fræðimönnum, meðal annars meistara- og doktorsnemum, vettvang fyrir þátttöku í gagnrýnum menntarannsóknum.

Markmið þess fræðasamfélags sem að stofunni stendur er að efla rannsóknir á sviði gagnrýninna menntastefnufræða og skyldra sviða og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.

Að stofnun rannsóknarstofunnar standa nokkrir fræðimenn af menntavísindasviði Háskóla Íslands og nemendur þeirra.

Þemu

Rannsóknarverkefnin skiptast í þrjú þemu, sem eru:

Alþjóðavæðing

 • hlekkur1
 • hlekkur2
 • hlekkur3

Menntastefna

 • hlekkur1
 • hlekkur2
 • hlekkur3

Félagslegt réttlæti

 • hlekkur1
 • hlekkur2
 • hlekkur3