Skóli án aðgreiningar – réttlætisbarátta, framtíðardraumar eða pólitísk sparnaðaraðferð?

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hugtakið “inclusive education”, eða “skóli án aðgreiningar“ frá ýmsum sjónarhornum. Sögulegri þróun hugtaksins sem og þróun þess sem alþjóðlegri stefnu verður lýst. Mismunandi skilgreiningar verða ræddar, félagsfræðileg nálgun á markhópum skýrð og sýnt fram á áhrif annarra stefnumála innan menntakerfa á framkvæmd stefnunnar í daglegu skólastarfi. Sýnt verður fram á að notkun og skilgreining hugtaksins sé oft óskýr í umræðunni um menntamál bæði í rannsóknum og í pólitískri umræðu. Þessi skortur á skýrleika hefur áhrif á forgangsröðun skólastefna og daglegt skólastarf. Því má færa rök fyrir því að „skóli án aðgreiningar“ sé notað til að réttlæta sparnaðaraðgerðir í skólastarfi frekar en að gera skólastarf aðgengilegt fyrir hið breiða litróf nemenda.

Date

04.06.2020
Expired!

Time

3:00 pm - 5:00 pm

Location

Stakkahlíð
Stakkahlíð
Category

Organizer

RannMennt
Email
rannmennt@hi.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *