Frábær hagræðing með ömurlegum afleiðingum
„Skóli án aðgreiningar snýst um grundvallaratriði, það er að menntun sé mannréttindi. Eitthvað sem hefur verið metnaður Norðurlandaþjóðanna, að seinka uppskiptingu nemenda í mismunandi hópa. Hluti af því að skapa samfélag með skólum þar sem ólíkir félagshópar mætast á jafningjagrunni. Öll umræða um skóla án aðgreiningar verður að ganga út frá þessari sýn okkar um að menntunin eigi að vera fyrir alla en síðan er mismunandi hvernig við skipuleggjum hana,“ segir Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum.
Sjá grein Morgunblaðsins hér.