Um

Ein mesta áskorun menntakerfa á heimsvísu er að berjast gegn aðgreinandi þáttum skólagöngu í menningarlega fjölbreyttum og alþjóðavæddum heimi. Hugmyndirnar um nám án aðgreiningar og ríkisborgararétt hafa orðið sífellt mikilvægari með það að markmiði að tryggja aðgengi og þróa samheldni, borgaralega virkni og þýðingarmikla þátttöku allra nemenda, þar með talið ungmenna sem flytjast til nýrra og óþekktra staða án formlegs ríkisborgararéttar. Þessum viðfangsefnum er best brugðist við með rannsóknum og stefnumótun milli þjóða.

Þetta ítarlega samanburðar rannsóknarverkefni er unnið á þremur höfuðborgarsvæðum á Íslandi, Bretlandi og í Noregi. Markmiðið er að skoða á gagnrýninn hátt mismunandi leiðir og ferla í átt að námi án aðgreiningar og ríkisborgararétt eins og farand ungmenni upplifa þegar þau taka þátt í menningarlega blönduðu menntunarumhverfi. Við gerum þetta með því að virkja nemendurna sjálfa í rannsóknarferlum sem eru þátttöku- og sjónrænt skapandi og byggja á aðferðum ljósvits og gagnrýnins rýmislæsis en jafnframt að kanna félagslega og kennslufræðilega krafta milli ólíkra aðila með viðbótargögnum frá kennurum, foreldrum og jafnöldrum í skólasamfélaginu.

Hér er tengill í greinina Ungt flóttafólk fær rödd í Reykjavík, Osló og London sem er kynning á rannsóknarverkefninu.