Virkni, val og skyldur foreldra á menntavettvangi
Samspil kyns, uppruna og félagsstöðu
Hvað er PAPIS?
Meginmarkmið rannsóknar er að skoða hvort kynja-, uppruna- og stéttamunur í foreldraþátttöku og samskiptum við skólakerfið eigi við hérlendis þar sem stétt og staða að öðru leyti hefur verið talin hafa lítil áhrif á líf fólks og kynjajafnrétti mælist með besta móti í heiminum.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina með markvissum hætti hvernig vinna mæðra og feðra birtist varðandi heimanám, tengsl við kennara og starfsfólk skóla, vinnu við tómstundir barna og vinnu við tilfinninga- og félagslega þætti sem upp koma hjá börnunum. Með menntavettvangi er hér átt við skólastarf á yngra og miðstigi grunnskóla, frístundir og tómstundir sem gjarnan taka við að skóladegi loknum.