Starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði grunnskólakennara
Mikilvægi rannsóknar
Undanfarin ár hafa orðið breytingar á íslensku samfélagi sem lúta að a) aukinni misskiptingu og samþjöppun auðs á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, b) alþjóðavæðingu sem bæði felur í sér breytilegri tungumála- og reynsluheim nemenda og nýjan tækniheim þar sem kennarar eru meira eins og innflytjendur en nemendur c) Fjölbreytilegri nemendahóp vegna inngildingar nemenda sem áður voru hafðir í sérdeildum eða -skólum. Þessar breytingar hafa í sameiningu haft gríðarleg áhrif á nemendasamsetningu í skólum og starfsumhverfi kennara. Samhliða þessum áherslum hafa alþjóðastraumar kenndir við nýfrjálshyggju og nýskipan í ríkisrekstri haft áhrif á faglegt sjálfstæði kennara og stöðu þeirra innan skólasamfélagins.
Um
Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvernig reynslumiklir kennarar upplifa þessar breytingar í skólasamfélaginu og hvernig starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði þeirra markast af þeim, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Rannsóknin er tilviksrannsókn byggð á kenningum Bourdieu.
Fræðileg skrif
Ritrýndar greinar
- Ásgerður Bergsdóttir, & Berglind Rós Magnúsdóttir. (2018). Ólíkur félagslegur og menntapólitískur veruleiki íslenskra framhaldsskóla: Nám til stúdentsprófs í 20 ár af sjónarhóli framhaldsskólakennara og -stjórnenda. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Retrieved from http://netla.hi.is/serrit/2018/framhaldskolinn_brennidepli/12.pdf
- Guðbjörg Ólafsdóttir, & Berglind Rós Magnúsdóttir. (2017). Milli steins og sleggju: Hugmyndir umsjónarkennara um faglegt sjálfstæði sitt til að tryggja fulla þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Retrieved from http://netla.hi.is/serrit/2017/menntavika_2017/005.pdf
Nemendaritgerðir
- Nemendur með krefjandi hegðun í grunnskóla : upplifun og reynsla umsjónarkennara í Reykjavík
- Ragna Lára Jakobsdóttir [MA lokaritgerð]. 2019
- „Menn ættu að velja skóla sem hentar eftir því hversu sterkir námsmenn þeir eru“ : breytingar á starfsaðstæðum bóknámskennara og stjórnenda í framhaldsskólum
- Ásgerður Bergsdóttir [MA lokaritgerð]. 2019
- „Við erum í forréttindahverfi“ : starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði kennara í grónum millistéttarhverfum
- Sólveig Edda Ingvarsdóttir [MA lokaritgerð]. 2018
- „Að setjast niður og fara yfir málið án þess að vera með einhverjar blómaskreytingar“ : starfsumhverfi,
foreldrasamstarf og faglegt sjálfstæði kennara í skólum í krefjandi umhverfi- Jóhanna Sveinbjörnsdóttir [MA lokaritgerð]. 2017
- „Milli steins og sleggju“ : hindranir sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla að mati kennara
- Guðbjörg Ólafsdóttir [MA lokaritgerð]. 2017
- Nemendur með krefjandi hegðun í grunnskóla : upplifun og reynsla umsjónarkennara í Reykjavík
Fólkið
- Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor
- Sólveig Edda Ingvarsdóttir, sérkennari
- Jóhanna Rakel Sveinbjörnsdóttir, sérkennari og deildarstjóri
- Ragna Lára Jakobsdóttir, sérkennari og deildarstjóri
- Ásgerður Bergsdóttir, framhaldsskólakennari og deildarstjóri